Þessa dagana er verið að skipta um perur í styttri Héðinsfjarðargöngunum, þ.e.a.s. þeim sem ná frá Siglufirði og yfir í Héðinsfjörð og eru 3,9 km löng. Lýsingin hefur til þessa verið lágþrýst natríum NaL sem gefur gul ljós en nýtir hins vegar rafmagn vel.
LED-perurnar sem verið er að setja í staðinn nýta rafmagn enn betur, að sögn Gísla Eiríkssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni.
„Nú er svo komið að það er um það bil verið að hætta að framleiða svona perur eins og við höfum verið að nota og banna þær, í Evrópu a.m.k. Vegagerðin á um 40 km af slíkri lýsingu í göngum sem þarf eitthvað að breyta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.