Skýrsla nýtist við væntanlega sameiningu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar útkomu skýrslu Seðlabankans um neyðarlánið.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar útkomu skýrslu Seðlabankans um neyðarlánið. mbl.is/Hari

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra fagn­ar því að fram sé kom­in skýrsla um það hvað fór fram þegar Seðlabank­inn veitti Kaupþingi þrauta­varalán 6. októ­ber 2008. Hún seg­ir skyn­sam­legt að fara vel yfir skýrsl­una.

„Það er ágætt að skýrsl­an sé kom­in fram því hún hef­ur verið boðuð síðan 2015,“ seg­ir Katrín í sam­tali við mbl.is um málið. „Ég held að það sé mik­il­vægt að við för­um yfir skýrsl­una og könn­um hvort þar sé eitt­hvað sem við þurf­um að taka sér­stakt til­lit til í framtíðinni,“ seg­ir Katrín.

Hún seg­ir að skýrsl­an geti skipt máli þegar kem­ur að því að und­ir­búa samruna Seðlabank­ans og fjár­mála­eft­ir­lits­ins. „Það kom fram af hálfu Seðlabank­ans að þau telja að við get­um dregið lær­dóm af skýrsl­unni, þannig að við mun­um að sjálf­sögðu fara yfir hana, ekki síst þar sem framund­an eru breyt­ing­ar á lög­um um Seðlabanka, með sam­ein­ingu Seðlabanka og fjár­mála­eft­ir­lits,“ seg­ir Katrín.

„Ég hef ekki náð að lesa skýrsl­una ná­kvæm­lega en við mun­um að sjálf­sögðu fara yfir hana í for­sæt­is­ráðuneyt­inu. Ekki fyr­ir löngu var beint til mín spurn­ingu um skýrsl­una þar sem ég ít­rekaði það ein­mitt að Seðlabank­inn myndi skila henni af sér,“ seg­ir ráðherr­ann jafn­framt en út­gáfu skýrsl­unn­ar hef­ur ít­rekað verið slegið á frest af Seðlabank­an­um.

Spurð hvort áfram­hald­andi upp­gjör á efna­hags­hrun­inu og eft­ir­mál­um þess sé aðkallandi seg­ir Katrín að með rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is hafi þegar feng­ist nokkuð skýr heild­ar­mynd. „En það hef­ur verið mik­il eft­ir­spurn eft­ir þess­ari skýrslu bæði af hálfu fjöl­miðla og á Alþingi og ég hef fengið fyr­ir­spurn­ir um hana í vet­ur,“ seg­ir Katrín.

Hvort veit­ing neyðarláns­ins hafi dregið dilk á eft­ir sér inn í rík­is­stjórn Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á ár­un­um eft­ir hrun seg­ir Katrín að málið hafi verið póli­tískt um­deilt. „Þetta var auðvitað til umræðu á Alþingi á því kjör­tíma­bili. Þetta var mikið rætt, kannski ekki í rík­is­stjórn, en á vett­vangi Alþing­is og hef­ur verið æ síðan. Þetta hef­ur verið í póli­tískri umræðu síðan 2008,“ seg­ir Katrín. „Það er því ágætt að skýrsl­an sé kom­in fram, því hún hef­ur verið boðuð síðan 2015,“ seg­ir hún loks.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka