Störf þingsins lengd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í þinginu í dag. Hún segir að …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í þinginu í dag. Hún segir að þingið verði framlengt. mbl.is/​Hari

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að þingið verði lengt fram á sumar vegna málþófs Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Hún telur málið útrætt.

„Það eru ein 40 mál sem bíða afgreiðslu á Alþingi,“ segir Katrín. Hún vill klára þau á þessu þingi. Ekki er ljóst hversu þingið yrði lengt ef svo fer.

Katrín segir að þriðji orkupakkinn sé að hennar mati búinn að vera ræddur nógu mikið. „Ég hef sagt að ég tel allar röksemdirnar komnar fram. Þeim hefur verið svarað með viðunandi hætti. Það er ekkert í þessu máli sem breytir yfirráðum Íslendinga yfir sínum auðlindum eða orkufyrirtækjum. Vandinn liggur hjá Alþingi Íslendinga varðandi sæstrengs. Ég tel að þessu hafi öllu verið svarað,“ segir hún.

„Við erum með þingsköp sem gera ráð fyrir miklu málfrelsi,“ segir ráðherrann.

Um ásetning Miðflokksmanna með áframhaldandi umræðu um þriðja orkupakkann segir Katrín: „Þeir eru að tala fyrir sínum málstað. Þeir hafa rétt til þess.“

„Þó að þessi umræða þýði að við þurfum að taka lengri tíma í þingstörfum, þá er það bara þannig,“ segir Katrín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert