Þjóðvegir í þéttbýli geta valdið hættu

Blönduós. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum þéttbýlið og á honum …
Blönduós. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum þéttbýlið og á honum hafa orðið óhöpp. mbl.is/Jón Sigurðsson

Blönduós, Dalvík, Hvolsvöllur og Siglufjörður komu áberandi verst út þegar skoðuð voru gögn frá undanförnum árum um umferðaróhöpp og umferðarslys sem orðið höfðu á þjóðvegum sem liggja í gegnum þéttbýlisstaði.

Óhappatíðnin þar var ýmist mun hærri en meðalóhappatíðni fyrir alla þjóðvegi í gegnum þéttbýli eða tíðnin hafði hækkað síðastliðin ár.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem EFLA verkfræðistofa vann fyrir rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar, Umferðaröryggi á þjóðvegum í þéttbýli, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Þar er m.a. bent á ýmsar mögulegar úrbætur og er búið að gera sumar þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert