Útflutningur hefur aukist

Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Bókanir við fríverslunarsamning Íslands og Kína, sem skrifað var undir í síðustu viku, skipta verulegu máli fyrir útflutning til Kína á eldisafurðum og fiskimjöli, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í Morgunblaðinu í dag.

Slíkur útflutningur hafi verið óverulegur fram til þessa. Heiðrún Lind segist vænta þess að þetta hefði mikla fjárhagslega þýðingu fyrir útflytjendur, því SFS hefði séð það að þær afurðir sem til þessa hefðu farið inn í bókanir hefðu skilað sér í auknum útflutningsverðmætum til Kína.

„Mesta aukning hefur orðið í útflutningi til Kína af 10 stærstu viðskiptalöndum sjávarútvegs – og hefur hann ríflega tvöfaldast í krónum talið á tímabilinu 2014-2018. Á tímabilinu 2010-2013 var Kína í 16. sæti yfir stærstu viðskiptalönd sjávarútvegs. Árið 2015 fór það í 15. sæti, 2016 í 9. sæti, 2017 í 8. sæti og 2018 í 7. sæti og er útflutningur í sjávarútvegi til Kína nú orðinn 5,3% af útflutningsverðmætunum en var 1% fyrir fríverslunarsamninginn,“ segir Heiðrún Lind.

„Fríverslunarsamningur við Kína hefur því haft verulega jákvæð áhrif á viðskipti með sjávarafurðir, en þau áhrif munu að líkindum aukast enn frekar með hlutaðeigandi bókunum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert