Verk eftir Jóhann Briem slegið hæstbjóðanda á yfirverði

Frá uppboði Gallerís Foldar í gærkvöldi.
Frá uppboði Gallerís Foldar í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Málverk Jóhanns Briem, Úti í náttúrunni, var slegið hæstbjóðanda á 3,7 milljónir króna á uppboði hjá Gallerí Fold í gær. Fór þetta verk yfir matsverð og var dýrasta mynd uppboðsins.

„Þetta gekk nokkuð vel, miðað við að við erum í samkeppni við fyrstu sólardagana,“ segir Jóhann Ágúst Hansen uppboðshaldari. Hann segir að færri hafi verið í salnum en venjulega á uppboðum fyrirtækisins en þeim mun fleiri hefðu boðið símleiðis.

Myndin var tekin þegar Tryggvi Páll Friðriksson bauð upp fyrsta verk uppboðsins, „I have a dream“, eftir Hallgrím Helgason.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert