Álagning birt á uppstigningardag

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Álagningu opinberra gjalda á einstaklinga vegna ársins 2018 er að ljúka. Niðurstöður álagningar verða aðgengilegar á þjónustuvef Ríkisskattstjóra, www. rsk.is, frá og með uppstigningardegi 30. maí.

Niðurstöður álagningar verða nú birtar í annað sinn með nýju sniði en gömlu álagningarseðlarnir viku fyrir nýrri framsetningu á síðasta ári.

Álagningin sýnir líkt og áður stöðu inneigna og/eða skulda niður á hvern gjalddaga en nú er hægt að skoða betur einstaka liði álagningarinnar til að sjá útreikninga og nánari upplýsingar. Þannig er m.a. mögulegt að skoða útreikninga barnabóta, vaxtabóta, tekjuskatts og útsvars. Auk þess er að finna upplýsingar um hve hátt hlutfall skatta sem lagðir eru á tekjur einstaklinga er af tekjuskattsstofni og hvernig skattgreiðslurnar skiptast á milli ríkissjóðs og sveitarfélags.

Álagningarskrá verður ekki lögð fram fyrr en dagana 19. ágúst til 2. september nk. eða 15 dögum fyrir lok kærufrests sem er 2. september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert