Bjargaði lífi á hamborgarastað

Júlíus Ármann Júlíusson
Júlíus Ármann Júlíusson Ljósmynd/Valdimar Thorlacius

„Ég er gríðarlega þakk­lát­ur fyr­ir að hafa fengið að bjarga lífi þessa unga drengs og verð það alla tíð,“ seg­ir Júlí­us Ármann Júlí­us­son knatt­spyrnuþjálf­ari. Hann forðaði ung­um dreng, tveggja eða þriggja ára, sem mat­ur stóð í frá köfn­un með því að slá á bak hans.

Júlí­us var stadd­ur á Ham­borg­arafa­brikk­unni á Ak­ur­eyri þegar skyndi­lega stóð í drengn­um sem sat í næsta bás hjá móður sinni og vin­konu henn­ar. Móðirin tók hann í fang sér og ætlaði að fara með hann út í ör­vænt­ingu sinni. „Ég tek dreng­inn úr hönd­un­um á henni og næ að fara með hægri hönd­ina und­ir bring­una, ein­hvern veg­inn beygi mig niður með hann og slæ létt á milli herðablaðanna,“ seg­ir hann.

Júlí­us seg­ir viðbrögð sín við aðstæðum hafa verið ósjálfráð en að starfs­fólk og gest­ir á staðnum hafi frosið.

„Það er svo skrýtið að það var full­orðið fólk á næsta borði og troðfull­ur staður­inn. Það var ein­hvern veg­inn eng­inn sem greip inn í, ekki fyrr en ég var kom­inn með barnið á lærið á mér og niður á gólf. Þá stóð fólk yfir mér.“ Móðirin var í miklu áfalli í kjöl­far at­viks­ins. „Hún var al­veg í sjokki, skalf og nötraði og það voru all­ir ein­hvern veg­inn í sjokki. Hún var að sjálf­sögðu gríðarlega þakk­lát og bara kom ekki upp orði.“

Júlí­us vill þó ekki að hon­um sé hampað sem hetju. „Það var bara gott að ég var á þess­um stað á þess­ari stund,“ seg­ir hann í Morg­un­blaðinu í dag. Júlí­us hef­ur þjálfað knatt­spyrnu í 32 ár og fer á skyndi­hjálp­ar­nám­skeið ár­lega.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert