Engin niðurstaða eftir fund SA og Eflingar

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/​Hari

„Við ræddum um lífskjarasamninginn í víðu samhengi, stöðu efnahagsmála og hvernig við tryggjum best framgöngu lífskjarasamningsins,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um fund SA og Eflingar. Boðað var til fundarins vegna meintra vanefnda á lífskjarasamningnum.

Efling stéttarfélag krafðist fundar með Samtökum atvinnulífsins vegna þess sem þau telja að séu ólög­leg­ar hópupp­sagn­ir á hót­el­un­um Capital-Inn, Park Hotel og City Center Hotel sem Árni Val­ur Sólons­son rek­ur.

Engin niðurstaða fékkst í málið en Halldór vonast til þess að allir hafi gengið sæmilega sáttir út af fundinum. 

„Við fórum yfir okkar sjónarmið og þau þeirra. Ég held að allir hafi tekið eitthvað út úr fundinum.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þar muni fólk ekkert tjá sig um fundinn og að beðið sé viðbragða SA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert