Willum Þór Þórssyni, þingmanni Framsóknarflokksins og formanni fjárlaganefndar Alþingis, voru fjárlög ríkisstjórnarinnar og lausnir í húsnæðismálum ofarlega í huga í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.
Sagði hann lausnir á sviði húsnæðismála ofarlega á dagskrá ríkisstjórnarinnar og nefndi þar fyrstu kaup, nýtingu séreignasparnaðar og endurskoðun verðtryggingar. Þá legði Framsóknarflokkurinn sérstaka áherslu á að óverðtryggð lán yrðu valkostur fyrir alla.
Þá sagði hann að í ríkisfjármálaáætlun, sem lögð verður fram á næstu dögum, sé markmiðið að skila í afgang 1% af vergri þjóðarframleiðslu sem samsvari 30 milljörðum króna.
Sagði Willum ánægjulegt að fá að styðja ríkisstjórnina og vinna að framfaramálum í samstilltum hópi. Síðustu fjárlög byggðu á traustari grunni en verið hefði um lagt skeið og að möguleikar til framsækni væru margir.