Ráðherrar bregðast við ógn

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er mjög mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu sem lýst er í skýrslu greiningardeildar ríkilögreglustjóra af festu og ábyrgð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra um áhættumatsskýrslu lögreglunnar.

Þar kemur fram að áhætta vegna helstu brotaflokka skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi fer enn vaxandi og er metin í hæsta áhættuflokki, eða sem „gífurleg áhætta“. Einnig kemur fram að með óbreyttu skipulagi hefur lögreglan mjög litla getu til að takast á við þessa tegund brotastarfsemi.

Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjáanlegri þróun þessara mála hér á landi með því að skipa samráðshóp til að skilgreina nauðsynlegar aðgerðir, forgangsraða þeim og fjármagna. „Þessari ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi verður mætt með samhentu átaki ríkisstjórnarinnar,“ segir Þórdís í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu  í dag. Hún tekur fram að þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að mæta skipulagðri brotastarfsemi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka