Rjúpum fækkaði

Rjúpum fækkaði.
Rjúpum fækkaði. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Rjúp­um fækkaði al­mennt um land allt frá því í fyrra, þó ekki í lág­sveit­um á Norðaust­ur­landi, skv. rjúpna­taln­ingu Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands sl. vor.

„Miðað við ástand stofns­ins frá síðustu alda­mót­um er rjúpna­fjöld­inn 2019 mest­ur á Norðaust­ur­landi, í öðrum lands­hlut­um er hann í eða und­ir meðaltali,“ seg­ir í sam­an­tekt stofn­un­ar­inn­ar.

Fram kem­ur að á svæðum í Þing­eyj­ar­sýsl­um, en þar hafa rjúp­ur verið tald­ar frá 1981, var þétt­leiki karra nú í vor sá átt­undi besti sem skráður hef­ur verið. Í Hrís­ey, þar sem talið hef­ur verið með hlé­um frá 1963 eða í 52 ár, var þétt­leiki karra nú í vor sá 16. besti sem mælst hef­ur. Rjúp­ur voru tald­ar á 33 svæðum í öll­um lands­hlut­um. Mat á veiðiþoli rjúpna­stofns­ins á að liggja fyr­ir í ág­úst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert