48 börn 18 mánaða og eldri á biðlista

5.393 börn eru í dag með vistun í leikskólum borgarinnar.
5.393 börn eru í dag með vistun í leikskólum borgarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að bjóða langstærstum hluta þeirra barna sem verða 18 mánaða 1. september nk. eða rúmlega fimmtán hundruð börnum pláss í leikskóla í borginni. Einungis 48 börn sem eru 18 mánaða og eldri eru á biðlista skv. nýjustu tölum.

Þetta kemur fram í bókun fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í skóla- og frístundaráði. Lagt var fram minnisblað um stöðu innritunar í leikskóla á seinasta fundi ráðsins.

Fram kemur að byrjað er að bjóða yngri börnum pláss, sem verða 14-17 mánaða í haust, og hefur þegar rúmlega 100 börnum verið boðið í leikskóla, sem sagt meirihluta barna sem eru með umsókn á þessum aldri, að  því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert