Allt að gerast í Ölfusi

Mykines kemur til Þorlákshafnar á föstudagmorgnum og er fram á …
Mykines kemur til Þorlákshafnar á föstudagmorgnum og er fram á kvöld. Bæjarbúar gera sér ferð á bryggjuna til að fylgjast með fermingu og affermingu. Ljósmynd/Smyril line

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær Ölfus muni vaxa.

Koma fraktflutningaskipsins Mykines sem siglir milli Rotterdam og Þorlákshafnar hafi gjörbreytt daglegum rekstri hafnarinnar í Þorlákshöfn. Áhugi sé fyrir því að auka fraktsiglingar bæði milli Bretlands og Þorlákshafnar og til meginlands Evrópu sem og farþegaflutninga.

„Með slíkum siglingum myndi sparast mikill útblástur og tugir þúsunda lítra af olíu,“ segir Elliði, sem leggur áherslu á að Ölfus ætli sér að vera leiðandi í öllu sem tengist umhverfisvænni og sjálfbærri matvælaframleiðslu. Í því skyni bendir Elliði m.a. á spennandi verkefni í tengslum við Jarðhitagarðana á Hellisheiði og starfsemi Algaennovation.

Í Þorlákshöfn er skipulag 600 til 700 nýrra íbúða í undirbúningi sem og skipulag athafnasvæða undir seiðaeldi og fleira er í smíðum, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert