Bjartur dagur á höfuðborgarsvæðinu

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi og Vesturlandi geta glaðst …
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi og Vesturlandi geta glaðst í sólinni í dag. mbl.is/Eggert

Það stefnir enn einu sinni í bjartan dag á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi og Vesturlandi. Hins vegar verður þungbúnara á norðausturlandi þó að dragi úr úrkomunni þar og fellur hún líklega sem skúrir eða jafnvel slydduél. Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings

Hlýjast verður á suðvestur horni landsins og verður hitinn á bilinu 4 til 14 stig. Á Vesturlandi verður bjart með köflum en skúrir í öðrum landshlutum einkum síðdegis. Áttin er norðlæg 3-10 m/s en verður heldur hvassari á morgun. 

Á morgun og á laugardag verður keimlíkt veður og verið hefur. Heldur hvassara verður þó á landinu eða 5-13 m/s. Bjart veður með köflum á Vesturlandi en skýjað í öðrum landshlutum. 

Á sjómannadaginn sem er á sunnudaginn virðist ætla að vera þurrt um allt land þó að svöl norðanáttin ráði ríkjum. Sól sést þó ekki í kortunum.  

Almennt séð er búist við talsvert kaldara veðri næstu vikuna en er yfirleitt á þessum árstíma.

Sjá nánar á veðurvef mbl.is

Það viðrar vel til útivistar í dag.
Það viðrar vel til útivistar í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert