Gagnrýnir tengsl inn í fiskeldisfyrirtæki

Fiskeldi í sjó.
Fiskeldi í sjó.

„Ég tel óheppilegt að aðstoðarmaður ráðherra, sem hefur sterk fjölskyldutengsl inn í fiskeldisfyrirtæki, hafi jafn mikla aðkomu að málinu og raun ber vitni.“

Þetta segir Óðinn Sigþórsson sem sat í starfshópi sjávarútvegsráðherra um stefnumörkun í fiskeldi. Vísar hann til þess að Gunnar Atli Gunnarsson, aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er mágur fjármálastjóra Arctic Fish.

Fyrir þinginu er frumvarp um lagabreytingar í fiskeldi. Óðinn segir þar m.a. fjallað um gildi umsókna um fiskeldisleyfi sem geti varðað gífurlega fjárhagslega hagsmuni. Umsóknir kunni að verða felldar niður og áformað að heimila uppboð á fiskeldisleyfum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert