Stjórnmálin krufin

Frá eldhúsdagsumræðunum á Alþingi í gærkvöldi.
Frá eldhúsdagsumræðunum á Alþingi í gærkvöldi. mbl.is/​Hari

Eng­ir ráðherr­ar tóku þátt í eld­hús­dagsum­ræðum á Alþingi í gær­kvöld. Þar fluttu þing­menn 24 ræður. „Eft­ir þenn­an þing­vet­ur er það því nokkuð sér­stakt að ekki hafi verið komið til móts við sann­gjarn­ar og eðli­leg­ar kröf­ur líf­eyr­isþega um bætta af­komu,“ sagði Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. Sagði hún það sæta furðu að enn væri verið að skerða krónu á móti krónu þrátt fyr­ir mikla sam­stöðu í þing­inu um af­nám skerðing­ar­inn­ar.

„Vissu­lega er ekki sjálf­gefið að sam­starf, líkt og það sem við höf­um nú í rík­is­stjórn, gangi upp. Sam­starfið hef­ur gengið vel, jafn­vel von­um fram­ar. Þetta nefni ég hér, í því ljósi að þegar horft er yfir þenn­an sal er ekki hægt að sjá að annað mynstur væri mögu­legt,“ sagði Har­ald­ur Bene­dikts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Skaut á for­sæt­is­ráðherra

Odd­ný G. Harðardótt­ir, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, skaut fast á Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra. Dró hún í efa heil­indi henn­ar sem vinstri­manns.

Sagði Odd­ný hol­an hljóm í mál­flutn­ingi Katrín­ar um að vinstri­flokk­ar í Evr­ópu ættu að sam­ein­ast um rót­tæk­ar lausn­ir og að marka þyrfti djarfa, fram­sýna og sam­ein­andi stefnu með áherslu á fé­lags­legt rétt­læti, kynja­jafn­rétti, grænt hag­kerfi og alþjóðleg­ar kerf­is­breyt­ing­ar.

„Þegar þessi rík­is­stjórn lagði af stað fyr­ir rúmu einu og hálfu ári voru óvissu­teikn á lofti. Spenn­an í þjóðarbú­skapn­um dróst hraðar sam­an en spár gerðu ráð fyr­ir, óvissa ríkti á vinnu­markaði og svo raun­gerðist það sem marg­ir höfðu spáð um langa hríð, að ein stærsta at­vinnu­grein­in okk­ar, ferðaþjón­ust­an, stend­ur nú frammi fyr­ir sam­drætti,“ sagði Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þing­flokks­formaður VG. Hún sagði Ísland standa vel og eng­inn þyrfti að ótt­ast að við ráðum ekki við skamm­tíma­áföll.

„Á und­an­förn­um mánuðum hafa hneyksli og áfell­is­dóm­ar dunið á Alþingi hver á eft­ir öðrum. Akst­urs­greiðslu­málið, Klaust­urs­málið, óviðeig­andi hegðun þing­manna og óviðeig­andi póli­tísk af­skipti af siðareglu­mál­um,“ sagði Hall­dóra Mo­gensen, vara­formaður þing­flokks Pírata. Þá ræddi hún sér­stak­lega traust til lýðræðis­legra stofn­ana sem hef­ur verið fallandi og að traust á stjórn­mál­um hefði ekki auk­ist þrátt fyr­ir aukið gagn­sæi og meira upp­lýs­ingaflæði.

Óverðtryggð lán fyr­ir alla

Will­um Þór Þórs­son, vara­formaður þing­flokks Fram­sókn­ar, sagði lausn­ir á sviði hús­næðismála of­ar­lega á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar og nefndi þar fyrstu kaup, nýt­ingu sér­eign­ar­sparnaðar og end­ur­skoðun verðtrygg­ing­ar. Þá legði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sér­staka áherslu á að óverðtryggð lán yrðu val­kost­ur fyr­ir alla.

„Til­raun­in með krón­una er full­reynd,“ sagði Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar. „Við mun­um aldrei búa ís­lensk­um tækni- og hug­verka­fyr­ir­tækj­um ásætt­an­legt rekstr­ar­um­hverfi með hana að vopni. Við mun­um held­ur ekki skapa framtíðarkyn­slóðum þessa lands þau tæki­færi sem þær eiga skilið, hag­nýt­ingu góðrar mennt­un­ar eða sam­keppn­is­hæf lífs­kjör með svo kostnaðarsam­an gjald­miðil.“

„Hvernig væri það nú að út­rýma sam­an þjóðarskömm­inni fá­tækt og halda utan um auðlind­ir okk­ar,“ spurði Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins. Sagðist hún full­viss um það að ef raun­veru­leg­ur vilji væri fyr­ir hendi gætu all­ir þing­flokk­ar tekið hönd­um sam­an og tekið á fá­tækt á Íslandi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert