Forystumenn þingflokka funda klukkan 11 um stöðu mála á Alþingi til að leita leiða til að ná samkomulagi vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann og hefur því verið ákveðið að fresta umræðunni um málið á meðan.
Umræðan um þriðja orkupakkann átti að vera fyrsta mál á dagskrá í dag. Þess í stað hefst þingfundur á sjötta dagskrármáli sem snýst um heilbrigðisstefnu til ársins 2030.
Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, en hann fundaði með forystumönnum þingflokkanna að loknum dagskrárliðnum störf þingsins fyrr í morgun.
Jafnframt var samþykkt í atkvæðagreiðslu að framlengja megi þingfund fram yfir klukkan 20 í kvöld.