„Í bílförmum til útlanda“

Inga Sæland á Alþingi.
Inga Sæland á Alþingi. mbl.is/​Hari

„Er eðlilegt að við skulum senda fólk í bílförmum til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma hér heima?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, undir dagskrárliðnum störf þingsins á Alþingi í morgun.

Þar átti hún við liðskiptaaðgerðir og sagði sex sinnum fleiri hafi farið utan í slíkar aðgerðir frá 2016 til 2018 og kostnaður hafi sjöfaldast vegna þess.

Inga furðaði sig á þessari heilbrigðisstefnu og sagði hinn sjúkratryggða þurfa einnig að hafa með sér fylgdarmann og allt sé borgað. Á sama tíma séu fagaðilar hér heima sem geti gert aðgerðirnar.

„Mér finnst þetta vægast sagt döpur stefna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert