Jafnvel hatursglæpur

mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Óskað var aðstoðar lög­reglu vegna lík­ams­árás­ar í nótt í Árbæn­um (hverfi 110) en í dag­bók lög­reglu er árás­in hugs­an­lega hat­urs­glæp­ur vegna kyn­vit­und­ar. Þolandi var flutt­ur á sjúkra­hús með nokkra áverka. Gerend­ur sagðir tveir er­lend­ir karl­menn en þeir hafa ekki fund­ist, seg­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar. 

Alls voru 60 mál bókuð hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu frá því klukk­an 17 í gær og til fimm í morg­un.

Sex öku­menn voru hand­tekn­ir grunaðir um akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is/​fíkni­efna. All­ir látn­ir laus­ir eft­ir sýna­töku.

Á öðrum tím­an­um í nótt var til­kynn­ing um þjófnað á tölvu á hót­eli í miðbæn­um (hverfi 101). Við skoðun á upp­tök­um úr eft­ir­lits­mynda­vél­um báru lög­reglu­menn kennsl á ger­and­ann. Hann var síðan hand­tek­inn heima sér og tölv­an end­ur­heimt­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert