Búið er að opna fyrir umferð gesta um Fjaðrárgljúfur á ný. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar, sem lokaði fyrir alla umferð um svæðið í febrúar vegna aurbleytu og gróðurskemmda í kjölfar leysinga.
Lokunin gekk að mestu vel og segir í fréttinni að ljóst sé að gróður á svæðinu hafi tekið afar vel við sér á síðustu vikum.
Umhverfisstofnunin vill engu að síður ítreka við þá sem hyggjast heimsækja gljúfrið, að afar mikilvægt er að reglur svæðisins séu virtar og að ekki sé gengið utan stíga.