Vill að umræðunni linni

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði að mörg­um rang­færsl­um hafi verið haldið fram í umræðunni um þriðja orkupakk­ann sem hefði staðið yfir í 133 klukku­stund­ir.

Und­ir dag­skrárliðnum störf þings­ins sagði hún að leiðin sem hafi verið lögð fram stand­ist stjórn­ar­skrá. Margoft hafi verið farið yfir það í ut­an­rík­is­mála­nefnd.

Einnig lagði hún áherslu á að hluti af inn­leiðing­unni núna sé að taka af öll tví­mæli um að sæ­streng­ur verði ekki lagður án samþykk­is Alþing­is og nefndi einnig að orkupakki 3 geri enga kröfu um einka­væðingu orku­fyr­ir­tækja.

Hún beindi því til þing­manna Miðflokks­ins að umræðu þeirra linni og að það hafi aðeins tekið norska stórþingið fjóra og hálfa klukku­stund að ræða um sama mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert