Formenn flokka ræða þingstörfin

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/​Hari

Formenn stjórnmálaflokka á Alþingi ráðgera að hittast um helgina til að ræða um framhald þingstarfa, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Fulltrúar þingflokkanna hafa reynt að kortleggja framhaldið og rætt sín á milli um hvaða mál eru líklegust til að verða umdeild og krefjast mikillar umræðu.

Samkvæmt heimildum voru stjórnarandstöðuflokkarnir með hugmyndir um að fresta ýmsum málum sem ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að ljúka fyrir þinglok. Slík togstreita er ekki óalgeng þegar dregur nær því að alþingismenn fari í sumarfrí.

Hlé var gert á umræðunni um þriðja orkupakkann í gær og voru mörg önnur þingmál rædd og afgreidd, án atkvæðagreiðslu.

Þingfundur hefst á mánudagsmorgun kl. 9.30 og eru þá 46 mál á dagskrá sem birt var á vef Alþingis í gærkvöld. Fundurinn hefst á óundirbúnum fyrirspurnartíma samkvæmt venju á mánudegi. Síðan verða atkvæðagreiðslur um málin 13 sem afgreidd voru í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert