Loksins ljósleiðari í Kjós

Unnið að lagningu ljósleiðarans í Kjósarhreppi.
Unnið að lagningu ljósleiðarans í Kjósarhreppi.

Kjósverjar fögnuðu því saman í blíðviðrinu í fyrradag við Félagsgarð í Kjós að fyrsta áfanga af þremur við lagningu ljósleiðara er lokið í hreppnum. Við það tækifæri kynntu fjarskiptafyrirtækin Hringdu, Síminn og Vodafone íbúum tilboð í þjónustu.

Sigríður Klara Árnadóttir, varaoddviti Kjósarhrepps, segir í Morgunblaðinu í dag, að uppstigningardagur hafi verið mikill gleðidagur fyrir Kjósverja. „Fyrsta áfanga af 3 er lokið. Áfangi 2 eru tengingar við hús sem þarf að leggja sér ídráttarrör að og áfangi 3 er Fossá og Brynjudalur,“ segir Sigríður Klara.

„Við erum loksins að komast inn í nútímasamfélagið,“ segir Sigríður Klara og hlær við. „Þetta er alveg ótrúlegt þegar litið er til þess hversu nálægt við erum Reykjavík.“

„Við vorum að klára að leggja hitaveitu í hreppnum og samhliða lögðum við ljósleiðarann og núna vorum við að blása ljósi í þau rör hjá fólki sem tók hitaveituna, en sumir kusu að taka ekki hitaveituna og í áfanga tvö verða lögð ídráttarrör hjá þeim sem ekki tóku hitaveitu,“ sagði Sigríður Klara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert