„Alveg frábært veður. Það er mjög ánægjulegt að á hundrað ára afmæli flugs á Íslandi skuli veðurguðirnir gleðja okkur með þessum hætti,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í samtali við mbl.is um flugsýninguna á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Hann segir öll met hafa verið slegin í aðsókn að þessu sinni. „Það hefur verið gríðarlega góð þátttaka, þetta er algjört aðsóknarmet. Við teljum að þetta sé nærri tíu þúsund manns sem hafa komið hingað. Það er mikið rennirí og mjög margir á svæðinu.“
Jafnframt hafi allt hafa farið samkvæmt áætlun. „Þetta hefur gengið hreint alveg frábærlega. Allt gengið upp og allar vélar skilað sínu.“
Meðal þess sem flugáhugamenn hafa getið dáðst að í dag er flugbátur af gerðinni Catalina sem lenti á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag og loftbelgur sem sveif yfir höfuðborgina á fimmtudagskvöld.