„Þurfa á fríi að halda“

Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, segir stefnt að því að gera …
Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, segir stefnt að því að gera hlé á viðræðum í júlí. mbl.is/Eggert

Það hef­ur verið nóg að gera hjá Rík­is­sátta­semj­ara að und­an­förnu, en 160 kjara­samn­ing­ar hafa orðið laus­ir frá ára­mót­um. „Það er líf og fjör í hús­inu,“ seg­ir Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri Rík­is­sátta­semj­ara, í sam­tali við mbl.is. Hún seg­ir stefnt að því að loka hjá Rík­is­sátta­semj­ara í júlí þrátt fyr­ir þann fjölda viðræðna sem vísaðar eru til embætt­is­ins.

„Í fyrra fór­um við ekki í frí fyrr en 23. júlí þegar kjara­deilu ljós­mæðra lauk, en ef það verður ekk­ert sér­stakt í gangi í kjaraviðræðunum mun­um við stefna að lok­un. Samn­inga­fólk þarf líka að fá frí – ekki bara við – líka all­ir þeir fjöl­mörgu sem eru í samn­ingaviðræðum. Þá er bara gert hlé í viðræðum á meðan með samþykki beggja aðila. Það hef­ur oft verið gert,“ út­skýr­ir hún.

„Það eru marg­ir bún­ir að vera hér í all­an vet­ur og þurfa á því að halda að kom­ast í frí,“ bæt­ir Elísa­bet við.

Marg­ar óleyst­ar deil­ur

„Starfs­greina­sam­bandið og Efl­ing hafa vísað kjaraviðræðum við Sam­band sveit­ar­fé­laga til okk­ar. Flug­freyj­ur Icelanda­ir og SA funduðu í gær. Síðan funduðu mjólk­ur­fræðing­ar. Svo eru marg­ir fund­ir fé­laga sem hafa ekki vísað til okk­ar eins og BSRB og BHM,“ seg­ir hún.

Þá hef­ur Blaðamanna­fé­lagið vísað sín­um kjaraviðræðum til embætt­is­ins.

Á þriðju­dag er hald­inn fund­ur Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna og SA, Starfs­greina­sam­bands­ins og Sam­bands sveit­ar­fé­laga á miðviku­dag og Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðastjóra og SA á fimmtu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert