Ísold Egla dúx ML

Nýstúdentar.
Nýstúdentar. Af vef ML

Fimm­tíu og einn ný­stúd­ent braut­skráðist frá Mennta­skól­an­um að Laug­ar­vatni í gær.  Fjöl­menni var á út­skrift, fjöl­skyld­ur ný­stúd­enta og júbil­ant­ar. Best­um heild­arár­angri ný­stúd­enta náði Ísold Egla Guðjóns­dótt­ir frá Sela­læk í Rangárþingi ytra en hún var með aðal­ein­kunn­ina 9,31 sem er vegið meðaltal allra áfanga sem hún tók við skól­ann á þriggja ára náms­ferli sín­um. 

Semi dúx ný­stúd­enta var Sig­ur­borg Ei­ríks­dótt­ir frá Selja­völl­um í Hornafirði með aðal­ein­kunn­ina 9,22.  Hlutu þær sem og fjöldi annarra ný­stúd­enta viður­kenn­ing­ar kenn­ara og fag­stjóra skól­ans sem og há­skóla og sendi­ráða fyr­ir af­burða ár­ang­ur í hinum ýmsu grein­um.  Ný­stúd­ent­ar sem setið höfðu í stjórn nem­enda­fé­lags­ins Mím­is hlutu og viður­kenn­ingu fyr­ir störf sín.  Eins hlaut Andrés Pálma­son, Laug­ar­vatni, sér­staka viður­kenn­ingu fyr­ir óeig­in­gjörn störf í þágu skól­ans og nem­enda­fé­lags­ins, seg­ir á vef skól­ans.

ML kenndi okk­ur á lífið

Í ræðu frá­far­andi stall­ara og full­trúa ný­stúd­enta, Sig­ríðar Helgu Stein­gríms­dótt­ur, kom m.a. fram:  „Í þrjú ár hef­ur ML verið okk­ar annað heim­ili, í þrjú ár höf­um við bekkj­ar­fé­lag­arn­ir gengið sam­an í gegn­um súrt og sætt og í þrjú ár hef­ur ML mótað okk­ur og skil­ar okk­ur nú sem þroskaðri, vitr­ari og betri mann­eskj­um. Í geng­um góða og slæma daga höf­um við krakk­arn­ir staðið sam­an og stutt þétt við bakið hvort á öðru og kenn­ir það manni margt. Því er hægt að segja að ML hef­ur ekki ein­ung­is kennt okk­ur að diffra eða það að vita hvaða land Kól­umbus fann held­ur hef­ur ML kennt okk­ur á lífið.“

Skóla­meist­ari ávarpaði ný­stúd­enta í lok hátíðardag­skrár og sagði meðal ann­ars:  „Farið vel með líf ykk­ar.  Látið kær­leik­ann ráða för í orðum, at­höfn­um og fram­göngu. Berið virðingu fyr­ir öðrum, skoðunum þeirra og at­ferli.  Berið ábyrgð á lífi ykk­ar, gjörðum og hugs­un­um.  Hugsið vel um and­legu líðan ykk­ar og lík­am­legt at­gervi. Verið dug­leg að hreyfa ykk­ur og gætið að hvað þið látið ofan í ykk­ur.  Það er ævi­langt verk­efni.“

65 ára júbilantar, en þeir voru í fyrsta árgangnum sem …
65 ára júbil­ant­ar, en þeir voru í fyrsta ár­gangn­um sem braut­skráðist frá skól­an­um, vorið 1954. Af vef ML

Veitt var úr styrkt­ar­sjóði Krist­ins Krist­munds­son­ar og Rann­veig­ar Páls­dótt­ur, fyrr­ver­andi skóla­meist­ara­hjóna, hið tólfta sinni þeim „ný­stúd­ent­um sem sýnt hafa frá­bær­an dugnað, hæfi­leika og ástund­un í námi” eins og stend­ur í stofn­skrá að skuli gera.  Styrki hlutu:

Ísold Egla Guðjóns­dótt­ir, frá Sela­læk í Rangárþingi ytra, ný­stúd­ent af nátt­úru­vís­inda­braut.

Sig­ur­borg Ei­ríks­dótt­ir, frá Selja­völl­um í Sveit­ar­fé­lag­inu Hornafirði, ný­stúd­ent af fé­lags- og hug­vís­inda­braut.

Þórný Þor­steins­dótt­ir, frá Rauðuskriðum í Rangárþingi eystra, ný­stúd­ent af nátt­úru­vís­inda­braut.

Á braut­skrán­ingu mættu 65 ára júbil­ant­ar, en þeir voru í fyrsta ár­gang­in­um sem braut­skráðist frá skól­an­um, vorið 1954. 10 svein­ar út­skrifuðust þá og eru átta þeirra enn á lífi og mættu þeir all­ir. Þeir eru Þórður Kr. Jó­hanns­son, Unn­ar Stef­áns­son, Sveinn J. Sveins­son, Óskar H. Ólafs­son,  Árni Berg­mann, Víg­lund­ur Þór Þor­steins­son, Tryggvi Sig­ur­bjarn­ar­son og Hörður Berg­mann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert