Keldusvín í tygjum við myrkraöfl

Sigurður að merkja hettumáfsunga fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.
Sigurður að merkja hettumáfsunga fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands. Ljósmynd/Mikael Sigurðsson

„Ég hef haft áhuga á fuglum frá því ég var krakki, elsta minning mín tengd fuglum er frá því ég var lítill gutti hér á Siglufirði og hélt að lóa og spói væru hjón. Ég var mikið að snudda í fuglum þegar ég var í gagnfræðaskóla og ég hafði góðan náttúrufræðikennara, Guðbrand Magnússon, sem ýtti undir þennan áhuga. Á vorin þegar snjóa leysti var maður strax kominn niður á bryggju og ofan í fjöru þar sem fuglarnir voru. Húsið okkar var rétt við fjöruna og maður var alveg ofan í náttúrunni alla daga. Útaf þessari nálægð við náttúruna held ég að áhuginn fyrir fuglum hafi kviknað.“

Þetta segir Sigurður Ægisson, prestur og þjóðfræðingur á Siglufirði og fuglaáhugamaður, en hann vinnur nú að bók um fugla og þjóðtrú. Hann hefur verið að safna efni í hana í áraraðir.

„Það er virkilega gaman að tvinna saman fuglaáhugann og þjóðfræðina. Við eignum okkur marga farfugla og köllum þá íslenska þó að þeir séu ekki hér nema í þrjá mánuði á ári, en við berum sannarlega ábyrgð á varpstofninum, til dæmis hjá lóu og spóa. Með þessari bók er ég líka að safna heimildum annars staðar að úr heiminum, um fuglana sem eru hér á landi, því hugmyndir fólks um sömu fuglategund geta verið ólíkar eftir löndum,“ segir Sigurður og bætir við að þegar hann þjónaði sem prestur í Bolungarvík hafi hann skrifað þætti um fugla sem birtust í Vestfirska fréttablaðinu og Degi á Akureyri. Þá þætti gaf hann síðar út á bók sem heitir Ísfygla.

Sjá viðtalið við Sigurð Ægi í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert