Lá við stórslysi við Suðurver

Litlu munaði að ökumaður vespunnar keyrði hjólreiðamanninn niður.
Litlu munaði að ökumaður vespunnar keyrði hjólreiðamanninn niður. Skjáskot úr myndbandi af atvikinu

Snör viðbrögð hjólreiðamanns komu í veg fyrir alvarlegt slys á gatnamótum Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar um kl. 18 í dag. Ökumaður á vespu kom þá á miklum hraða eftir gangstétt og þurfti hjólreiðamaðurinn að hafa sig allan við til þess að forðast árekstur.

Patrekur Maron Magnússon náði myndskeiði af þessu atviki, sem sjá má hér að neðan, en Patrekur veitti mbl.is góðfúslegt leyfi til þess að birta myndskeiðið.

Hann segist sjálfur áætla að vespan, sem virðist vera vélknúin, hafi verið á um 50-60 kílómetra hraða á göngustígnum. Ljóst er að illa hefði getað farið ef hjólreiðamaðurinn hefði ekki náð að bremsa á síðustu stundu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert