Lá við stórslysi við Suðurver

Litlu munaði að ökumaður vespunnar keyrði hjólreiðamanninn niður.
Litlu munaði að ökumaður vespunnar keyrði hjólreiðamanninn niður. Skjáskot úr myndbandi af atvikinu

Snör viðbrögð hjól­reiðamanns komu í veg fyr­ir al­var­legt slys á gatna­mót­um Hamra­hlíðar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar um kl. 18 í dag. Ökumaður á vespu kom þá á mikl­um hraða eft­ir gang­stétt og þurfti hjól­reiðamaður­inn að hafa sig all­an við til þess að forðast árekst­ur.

Pat­rek­ur Mar­on Magnús­son náði mynd­skeiði af þessu at­viki, sem sjá má hér að neðan, en Pat­rek­ur veitti mbl.is góðfús­legt leyfi til þess að birta mynd­skeiðið.

Hann seg­ist sjálf­ur áætla að vesp­an, sem virðist vera vél­knú­in, hafi verið á um 50-60 kíló­metra hraða á göngu­stígn­um. Ljóst er að illa hefði getað farið ef hjól­reiðamaður­inn hefði ekki náð að bremsa á síðustu stundu.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert