Sektir eins konar aðgöngumiði

Landvernd myndi vilja sá stóreflda landvörslu og sérstaklega á viðkvæmum …
Landvernd myndi vilja sá stóreflda landvörslu og sérstaklega á viðkvæmum svæðum eins og þessu. Ljósmynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra

„Þetta er rosalega mikill peningur fyrir venjulegan mann en fyrir fólk sem er efnað skiptir þetta engu máli og það getur gert þetta aftur og aftur,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um 450 þúsund króna sekt sem erlendur ferðamaður greiddi vegna utanvegaaksturs skammt frá jarðböðunum við Mývatn.

Auður segir sektir og gjöld vera eins konar aðgöngumiða og að fólki líði eins og það megi gera eitthvað bara ef það borgar sektina. Tekjulægri einstaklingur myndi varla voga sér að brjóta lögin með þessum hætti. „Það er ekki svona samfélag sem við viljum.“

Aðspurð hvort Landvernd myndi vilja sjá tekjutengdar sektir segir Auður að Landvernd hafi ekki tekið það fyrir sérstaklega. „En ef ég tala fyrir sjálfa mig þá held ég að það skipti máli ef þetta á að vera effektívt.“

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.

Þá segir Auður að Landvernd myndi vilja sá stóreflda landvörslu og sérstaklega á viðkvæmum svæðum eins og þessu. „Þarna er rosalega mikið af ferðamönnum og landverðir sem eru að standa sig vel en það þarf miklu meira fjármagn, heilsárslandvörslu og fleiri landverði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka