Vilja stækka Hlemm um 200 m²

Hlemmur mathöll hefur frá opnun verið afar vinsæll matsölustaður.
Hlemmur mathöll hefur frá opnun verið afar vinsæll matsölustaður. mbl.is/​Hari

Stjórn fyrirtækisins Hlemmur mathöll ehf. hefur óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um stækkun Hlemms þar sem fyrirtækið rekur vinsæla mathöll. Þetta staðfestir Þór Sigfússon, eigandi fyrirtækisins, í samtali við Morgunblaðið.

„Við höfum áhuga á að stækka Hlemm með það fyrir augum að geta haft rými bæði fyrir gesti og líka hugsanlega sem bændamarkað í borginni,“ segir Þór.

Málið enn á byrjunarstigi

Hann segir að hugmynd fyrirtækisins sé að stækka byggingu Hlemms um um það bil 200 fermetra í austurátt. Hann leggur þó áherslu á að málið sé á byrjunarstigi enda hafi enn ekkert svar fengist frá Reykjavíkurborg. „Við sendum þetta inn í því ljósi að við vitum að borgin er að hugsa sér breytingar á svæðinu,“ segir Þór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert