Vöxtur í bókaútgáfu á ný

Tölur Hagstofunnar sýna vöxt í veltu bókaútgefenda í byrjun ársins
Tölur Hagstofunnar sýna vöxt í veltu bókaútgefenda í byrjun ársins mbl.is/Kristinn Magnússon

Veltutölur bókaútgefenda frá Hagstofu Íslands sýna nú vöxt milli ára í janúar og febrúar í fyrsta sinn í mörg ár. Nemur veltuaukningin 7,41% frá sama tíma í fyrra en eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur tekjusamdráttur í bókaútgáfu undanfarinn áratug verið nærri 40%.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Stefán Hjörleifsson, landsstjóri hljóðbókafyrirtækisins Storytel á Íslandi, segir að ástæðan fyrir þessari veltuaukningu sé fyrst og fremst rafrænar áskriftartekjur sem koma núna inn í fyrsta sinn.

„Ef tekjur Storytel eru teknar frá þá væri um að ræða áframhaldandi verulegan samdrátt þótt vissulega standi vonir okkar til að með endurgreiðslulögunum nái bransinn að rétta úr sér.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert