Magnús boðar ný gögn í málinu

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg.
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. mbl.is/Þórður

„Með þess­um dómi á ég loks rétt til raun­hæfs úrræðis til að leita rétt­ar míns sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um,“ seg­ir Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­búrg, í yf­ir­lýs­ingu vegna niður­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu þar sem ef­ast er um óhlut­drægni dóm­ar­ans Árna Kol­beins­son­ar í Al-Thani-mál­inu vegna þess að son­ur hans, Kol­beinn Árna­son, starfaði fyr­ir bank­ann á sín­um tíma.

Dóm­stóll­inn tel­ur að málsmeðferð hér­lendra dóm­stóla hafi að öðru leyti verið með eðli­leg­um hætti. Magnús, sem var dæmd­ur í mál­inu ásamt Sig­urði Ein­ars­syni, Hreiðari Má Sig­urðssyni og Ólafi Ólafs­syni, seg­ir enn­frem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni að niðurstaðan, sem feli í sér að brotið hafi verið gegn mann­rétt­ind­um hans, sé gríðarlega mik­il­væg.

„Mann­rétt­inda­sátt­mál­inn trygg­ir að hver sá sem sem rétt­ur er brot­inn á eða frelsi hans skert, sem verndað er af sátt­mál­an­um, skuli eiga raun­hæfa leið til að ná fram rétti sín­um fyr­ir op­in­beru stjórn­valdi,“ seg­ir hann og bæt­ir við að ís­lenska ríkið hafi sér­stak­lega heitið því með aðild sinni að dóm­stóln­um að hlíta end­an­leg­um dómi hans.

„Nú ligg­ur beint við að óska eft­ir end­urupp­töku og leggja þá fram ný mik­il­væg gögn sem ekki lágu fyr­ir við meðferð máls­ins á fyrri stig­um og end­ur­mat á ýms­um atriðum er tengj­ast mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka