Eyddi Klausturupptökum með gjörningi

Bára Halldórsdóttir á sviðinu á Gauknum í kvöld ásamt lögmanni …
Bára Halldórsdóttir á sviðinu á Gauknum í kvöld ásamt lögmanni sínum Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur (t.v.) og fjöllistakonunni Margréti Erlu Maack (t.h.). mbl.is/Eggert

Svokölluð „Báramótabrenna“ fór fram á skemmtistaðnum Gauknum í miðborg Reykjavíkur í kvöld, en þar eyddi Bára Halldórsdóttir þeim hljóðupptökum sem hún náði af þingmönnum ræða saman á bar í lok nóvember, að kröfu Persónuverndar.

Í samtali við mbl.is í dag sagðist hún ætla að „gera aðeins of mikla athöfn úr þessu“ með táknrænum eldi og vélrænni eyðileggingu. Ætlunin væri að hafa „bara pínu gaman af þessu“ þar sem leiðindin í þessu máli hefðu verið næg.

Af myndbandi sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, birti á Twitter í kvöld, virðist hafa verið gaman. 

Í kvöld birti Bára myndskeið af sér eyða upptökunum í beinni útsendingu. Með myndskeiðinu lét hún eftirfarandi skilaboð fylgja:

„Kæru fé­lagar, fylgist með mér eyða upp­tökunum af þing­mönnum að ræða opin­skátt um mál sem varða alla. Fylgist með mér eyða upp­tökum sem sýndu raun­veru­lega á­sýnd opin­berra manna og konu, upp­tökum sem urðu upp­hafið að byltingu. Upp­tökum sem mér ber að eyða. Ég tek á­byrgð, hvað með þau?“

Auður Tinna tók upp myndskeið af Báru eyða upptökunum úr …
Auður Tinna tók upp myndskeið af Báru eyða upptökunum úr símanum sínum samkvæmt fyrirmælum Persónuverndar. mbl.is/Eggert
Bára Halldórsdóttir gengur á svið á Gauknum í kvöld.
Bára Halldórsdóttir gengur á svið á Gauknum í kvöld. mbl.is/Eggert
Halldór Auðar Svansson, vinur Báru og fyrrverandi borgarfulltrúi, ávarpaði gjörningsgesti.
Halldór Auðar Svansson, vinur Báru og fyrrverandi borgarfulltrúi, ávarpaði gjörningsgesti. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka