Landsmenn virðast ólmir vilja rafhjól

Rafknúin reiðhjól verða sífellt vinsælli valkostur þegar kemur að því …
Rafknúin reiðhjól verða sífellt vinsælli valkostur þegar kemur að því að velja samgöngumáta hér á landi. mbl.is/Styrmir Kári

Rafhjól seljast um þessar mundir sem aldrei fyrr, en samkvæmt upplýsingum frá reiðhjólaverslunum hér á landi hefur á þessu ári orðið sprenging í sölunni.

Líkur eru á því að í Evrópu seljist rafhjól betur en hefðbundin hjól áður en langt um líður. Þetta segir Jón Þór Skaftason, sölustjóri í Erninum, en þar hefur sala á rafhjólum fjórfaldast á þessu ári samanborið við síðasta ár.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ragnar Kristinn Kristjánsson, eigandi verslunarinnar Rafmagnshjóla, marga hafa uppgötvað hversu stórkostlegt það sé að hjóla á rafmagnshjóli. Algengt sé að fólk losi sig við annan bílinn og kaupi sér rafmagnshjól í staðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert