Lífeyrisþegar á faraldsfæti

Tryggingastofnun.
Tryggingastofnun. mbl/Arnþór Birkisson

Lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar inn á erlenda reikninga fjölgaði um 47% milli áranna 2017 og 2018. Þá varð fjölgun í hópi viðskiptavina með erlendan reikning um 33%.

Þetta kemur fram í ársskýrslu Tryggingastofnunar fyrir árið 2018, en um 3,5 milljarðar króna á ári eru greiddir til lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis. Af þessum sökum er vinnsla og eftirfylgni mála hjá Tryggingastofnun orðin flóknari að því er fram kemur í ávarpi Sigríðar Lillyar Baldursdóttur, forstjóra stofnunarinnar, í ársskýrslunni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún að víða um lönd hafi regluverki vegna búsetu í öðru landi verið breytt og í ljósi nýlegs álits umboðsmanns Alþingis og umræðna vetrarins þurfi að fara vel yfir íslenska löggjöf til þess að tryggja jafnræði og gagnkvæman rétt.

Félagsleg réttindi eins og uppbætur, bifreiðakostnaður, maka- og umönnunarbætur og endurhæfingarlífeyrir falla niður við flutning en misjafnar reglur gilda milli landa um félagsleg réttindi. Eftir sex mánaða búsetu erlendis ber lífeyrisþega að flytja lögheimili sitt frá Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert