Ný brú yfir Steinavötn senn í útboð

Steinavatnabrú skemmdist haustið 2017 og er ófær bílum.
Steinavatnabrú skemmdist haustið 2017 og er ófær bílum. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegagerðin stefnir að því að bjóða út síðar í þessum mánuði byggingu tveggja nýrra brúa í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu, það er yfir Steinavötn og Fellsá.

Áformað er að bjóða smíði beggja brúnna út í einum pakka með hagkvæmni í huga. Miðað er við að framkvæmdir hefjist í haust og ljúki að ári.

Í miklum vatnavöxtum í september 2017 gróf undan einum stöpli brúarinnar yfir Steinavötn svo burðarþol og styrkur laskaðist. Brúin var metin ófær bílum og á örfáum dögum var reist bráðabirgðabrú yfir ána, sem enn er í notkun. Ný og varanleg brú mun koma í hennar stað og verður sú 102 metra löng og tvíbreið.

Nokkru vestar er Fellsá og á að byggja 50 metra tvíbreiða brú í stað þeirrar sem nú stendur – og er barn síns tíma, eins og gjarnan er komist að orði um mannanna verk sem eru frá fyrri tíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert