Reglur stefnuyfirlýsingar um gervigreind, sem samþykkt var á ráðherrafundi OECD-ríkja, eru of almennar að mati Kristins Rúnars Þórissonar, prófessors við tölvunarfræðideild HR.
Í reglunum kemur m.a. fram að kerfi sem styðjist við gervigreind ættu að vera hönnuð með það að leiðarljósi að virða réttarríkið og mannréttindi.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann reglurnar góðra gjalda verðar en ekki hafa mikið gildi fyrir þá sem t.d. vinna að sjálfvirknivæðingu.