Vöruval hætt rekstri

Raftæki, tískuvörur, hljómtæki og matvörur hafa verið seld í kúluhúsinu, …
Raftæki, tískuvörur, hljómtæki og matvörur hafa verið seld í kúluhúsinu, eins og það er kallað, í miðbæ Vestmannaeyja í 36 ár nær samfellt.

Kaupmaður­inn á horn­inu í Vest­manna­eyj­um gafst upp fyr­ir lág­verðsversl­un­um á laug­ar­dag þegar versl­un­inni Vöru­vali, sem hef­ur verið í kúlu­húsi í miðbæ Vest­manna­eyja, var lokað.

Ingimar Heiðar Georgs­son og Hjör­dís Inga Arn­ars­dótt­ir hafa rekið Vöru­val í tæp 20 ár. Ingimar seg­ir að hallað hafi und­an fæti eft­ir að versl­un Bón­uss var opnuð 2016 en fyr­ir var Krón­an með versl­un í bæn­um.

Hann seg­ir 1.400 heim­ili ekki geta haldið uppi tveim­ur lág­verðsversl­un­um og kaup­mann­in­um á horn­inu. Þar á ofan bæt­ist við ótrygg­ar sam­göng­ur og loðnu­brest­ur. Ingimar seg­ir Vöru­val hafa verið með lengri af­greiðslu­tíma og lagt áherslu á ýmsa sérþjón­ustu sem nú hverfi úr Eyj­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert