Vöruval hætt rekstri

Raftæki, tískuvörur, hljómtæki og matvörur hafa verið seld í kúluhúsinu, …
Raftæki, tískuvörur, hljómtæki og matvörur hafa verið seld í kúluhúsinu, eins og það er kallað, í miðbæ Vestmannaeyja í 36 ár nær samfellt.

Kaupmaðurinn á horninu í Vestmannaeyjum gafst upp fyrir lágverðsverslunum á laugardag þegar versluninni Vöruvali, sem hefur verið í kúluhúsi í miðbæ Vestmannaeyja, var lokað.

Ingimar Heiðar Georgsson og Hjördís Inga Arnarsdóttir hafa rekið Vöruval í tæp 20 ár. Ingimar segir að hallað hafi undan fæti eftir að verslun Bónuss var opnuð 2016 en fyrir var Krónan með verslun í bænum.

Hann segir 1.400 heimili ekki geta haldið uppi tveimur lágverðsverslunum og kaupmanninum á horninu. Þar á ofan bætist við ótryggar samgöngur og loðnubrestur. Ingimar segir Vöruval hafa verið með lengri afgreiðslutíma og lagt áherslu á ýmsa sérþjónustu sem nú hverfi úr Eyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert