„Þetta er býsna snúin og flókin staða sem er uppi en við erum í þessu af heilum hug og nálgumst þetta bara bjartsýn.“
Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, um kjaraviðræður kennara á komandi vikum, í Morgunblaðinu í dag.
Fimm aðildarfélög KÍ hafa ákveðið að ganga sameiginlega að samningaborðinu um sameiginleg mál við endurnýjun kjarasamninga og undirritað viðræðuáætlun við samninganefnd sveitarfélaganna.