Ein aðalleiðanna lokuð

Hopun veldur lokun leiðar á Vatnajökul.
Hopun veldur lokun leiðar á Vatnajökul. Ljósmynd/Andri Gunnarsson

Í fyrsta sinn í 66 ára sögu vorferða Jöklarannsóknafélags Íslands fannst engin fær leið upp á Vatnajökul um Tungnaárjökul. Orsökin er hop jökulsins, en aurbleyta hefur gert svæðið fyrir framan jökulinn ófært.

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir þetta vera táknræna birtingarmynd loftslagshlýnunar, en leiðin um Tungnaárjökul er mikilvæg leið upp á jökulinn, m.a. með tilliti til björgunarleiðangra og ein skilgreindra aðalleiða.

Hann segir kaldhæðnislegt að hugsa til þess að jökulhörfunin sjálf geri vísindamönnum erfitt fyrir við að fylgjast með henni.

Fundu enga leið framhjá aurnum

„Loftslagið hefur farið hlýnandi og hlýnað hratt síðustu u.þ.b. 25 árin. Tungnaárjökull mun sennilega hlaupa fram aftur, hann er framhlaupsjökull,“ segir Magnús Tumi, en jökullinn hljóp fram árið 1945 og aftur árið 1995. „Ef hann hleypur fram á fimmtíu ára fresti, þá er langt í að hann gangi aftur yfir þetta svæði.“ Hópur sem fór að jöklinum fyrr í vor fann enga leið framhjá aurnum og fyrir ferðalangana í vorferð Jöklarannsóknafélagsins var afleiðingin sú að þeir þurftu að fara tvöfalt lengri leið frá Reykjavík að bækistöðvum sínum á Grímsfjöllum, en einnig eru bækistöðvar í Jökulheimum við jaðar Tungnaárjökuls.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert