Ein hæsta sekt til þessa

Miklar skemmdir urðu á jarðvegi við utanvegaaksturinn.
Miklar skemmdir urðu á jarðvegi við utanvegaaksturinn.

Al­ex­and­er Tik­hom­irov, rúss­nesk­ur ferðamaður sem grip­inn var glóðvolg­ur við gróf­an ut­an­vega­akst­ur á jarðhita­svæði í Bjarn­ar­flagi í Mý­vatns­sveit sl. sunnu­dag, greiddi 450 þúsund krón­ur í sekt.

Er um að ræða eina hæstu sekt sem greidd hef­ur verið fyr­ir brot sem þetta hér á landi. Þetta staðfest­ir Hreiðar Hreiðars­son, aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Húsa­vík, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Þá seg­ir Hreiðar land­eig­end­ur þegar hafa kært ut­an­vega­akst­ur­inn.

Formaður land­eig­enda seg­ir um­hugs­un­ar­vert að eng­in betri úrræði skuli finn­ast í þessu til­felli þar sem um klár­an ásetn­ing sé að ræða. Seg­ir sá að land­eig­end­ur hafi fáar leiðir til að fjár­magna lag­fær­ing­ar á tjón­inu en þeir hafi þó lagt fram kröfu. Þá hef­ur land­eig­end­um boðist aðstoð í formi vinnu­fram­lags frá Um­hverf­is­stofn­un og ferðaklúbbn­um 4x4 til að lag­færa skemmd­irn­ar.

Ekki í fyrsta skiptið

Marc­in Kozaczen, sem kallaði til lög­reglu og sá um að draga bíl Tik­hom­irovs úr leirn­um, seg­ir þetta ekki í fyrsta skipti sem hann hafi þurft að aðstoða fólk sem fest­ir sig utan vega. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann ut­an­vega­akst­ur­inn hafa verið aug­ljóst vilja­verk.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert