Ein hæsta sekt til þessa

Miklar skemmdir urðu á jarðvegi við utanvegaaksturinn.
Miklar skemmdir urðu á jarðvegi við utanvegaaksturinn.

Alexander Tikhomirov, rússneskur ferðamaður sem gripinn var glóðvolgur við grófan utanvegaakstur á jarðhitasvæði í Bjarnarflagi í Mývatnssveit sl. sunnudag, greiddi 450 þúsund krónur í sekt.

Er um að ræða eina hæstu sekt sem greidd hefur verið fyrir brot sem þetta hér á landi. Þetta staðfestir Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Húsavík, í samtali við Morgunblaðið.

Þá segir Hreiðar landeigendur þegar hafa kært utanvegaaksturinn.

Formaður landeigenda segir umhugsunarvert að engin betri úrræði skuli finnast í þessu tilfelli þar sem um kláran ásetning sé að ræða. Segir sá að landeigendur hafi fáar leiðir til að fjármagna lagfæringar á tjóninu en þeir hafi þó lagt fram kröfu. Þá hefur landeigendum boðist aðstoð í formi vinnuframlags frá Umhverfisstofnun og ferðaklúbbnum 4x4 til að lagfæra skemmdirnar.

Ekki í fyrsta skiptið

Marcin Kozaczen, sem kallaði til lögreglu og sá um að draga bíl Tikhomirovs úr leirnum, segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hann hafi þurft að aðstoða fólk sem festir sig utan vega. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann utanvegaaksturinn hafa verið augljóst viljaverk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka