Hælisleitandi safnaði geymasýru á Ásbrú

Ásbrú í Reykjanesbæ.
Ásbrú í Reykjanesbæ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hælisleitandi í búsetuúrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ var í vor staðinn að því að safna sýru úr rafgeymum bifreiða á brúsa.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, en öryggisvörður á svæðinu mun hafa fundið sýruna í fórum mannsins.

Eftir að málið komst upp var lögreglu gert viðvart, en ekki er vitað í hvaða tilgangi sýrunni var safnað.

Þá mun hælisleitandanum, samkvæmt heimildum blaðsins, hafa verið vísað úr landi um leið og endanleg niðurstaða lá fyrir í hælisumsókn hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert