Herjólfur á heimleið frá Póllandi

Þau tóku við nýjum Herjólfi í gær.
Þau tóku við nýjum Herjólfi í gær.

Ný Vestmannaeyjaferja, Herjólfur, var afhent Vegagerðinni í Gdynia í Póllandi í gær, en Bergþóra Þorkelsdóttir fékk ferjuna afhenta fyrir hönd Vegagerðarinnar.

Áætlað er að Herjólfur komi til Vestmannaeyja 15. júní næstkomandi og hefji siglingar milli lands og Eyja u.þ.b. hálfum mánuði síðar. Mun áhöfnin þá hafa reynt skipið og undirbúið það fyrir almennar siglingar með farþega.

Ireneusz Æwirko, eigandi og stjórnarformaður skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. og Bergþóra undirrituðu tilheyrandi skjöl vegna afhendingar ferjunnar og á sama tíma var gengið frá lokagreiðslu og uppgjöri.

Afhending Herjólfs hefur tafist og í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að það sé mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið. Nýr Herjólfur ristir grynnra en sá gamli og því þarf ekki að dýpka jafn mikið fyrir nýtt skip. Mun það auðvelda og flýta fyrir dýpkun og mun fækka dögum sem ekki er unnt að sigla í Landeyjahöfn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert