Jökulsárbrúin verður að bíða

Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum var byggð árið 1947 og …
Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum var byggð árið 1947 og setur sterkan svip á umhverfi sitt. Nú þarf að byggja nýja brú á öðrum stað. mbl.is/Sigurður Bogi

„Framkvæmdin er aðkallandi en hefur þurft að bíða,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson hjá Vegagerðinni.

Minnst fimm ár eru í að hafist verði handa um byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Verkefnið var komið framarlega í framkvæmdaröð þegar eldgos hófst í Holuhrauni haustið 2014.

Umbrotum jafnhliða vaknaði fólk til vitundar um hugsanlega flóðahættu í jökulánum norðan Vatnajökuls. Því var ákveðið að fresta framkvæmdum á Fjöllum og endurskoða öll áform.

Hengibrúin yfir Jökulsá sem nú stendur er 102 metra löng og var reist árið 1947. Er því byggð samkvæmt forsendum síns tíma, svo sem um þunga ökutækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert