Sérsveitin fór inn á heimili í Vesturbæ

Mynd ekki beintengd. Sérsveitin réðist inn á heimili á Víðimel.
Mynd ekki beintengd. Sérsveitin réðist inn á heimili á Víðimel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sér­sveit lög­reglu réðist inn á heim­ili við Víðimel í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur á fjórða tím­an­um í dag. Mik­ill aðbúnaður var á svæðinu. Sam­kvæmt sjón­ar­votti á svæðinu fóru tveir lög­reglu­menn fyrst inn í húsið og síðan barst mik­ill liðsauki.

Óljóst er hvort átök hafi orðið á milli lög­reglu og heim­il­is­manna. Tveir lög­reglu­menn hlupu inn í hús við Víðimel með kylfu, að sögn sjón­ar­votts. „Leggstu niður“ heyrðist æpt á vett­vangi. 

Einn var í kjöl­farið leidd­ur inn í lög­reglu­bíl og keyrður á brott. Þegar mest lét voru fimm eða fleiri lög­reglu­bíl­ar á svæðinu, þar af einn eða tveir sér­sveit­ar­jepp­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert