Staðhæfingar Kolbrúnar samhengislausar

Um er að ræða 8.900 ábendingar yfir síðastliðin þrjú ár, …
Um er að ræða 8.900 ábendingar yfir síðastliðin þrjú ár, en á þessum tíma var fjöldi innstiga 34 milljónir. mbl.is/​Hari

„Við fögnum öllum þessum ábendingum. Þetta er okkar tenging við farþegana og mikið af þeim eru mál sem við höfum náð að taka á og ábendingar hafa jafnvel orðið til breytinga á leiðakerfi,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó bs., um þann fjölda ábendinga sem berast Strætó og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi fjallar um í bókun.

Guðmundur Heiðar segir staðhæfingar Kolbrúnar óábyrgar og án samhengis. „Við veitum viðamikla þjónustu og það eru margar breytur sem hafa þarf í huga. Þetta eru 8.900 ábendingar yfir síðastliðin þrjú ár, en á þessum tíma var fjöldi innstiga 34 milljónir, til þess að setja þetta í samhengi.“

Kvartanir, en líka hrós, tillögur og hugmyndir

Ábendingarnar séu því hlutfallslega fáar, þrátt fyrir að Kolbrún bendi á að þeim hafi fjölgað á milli ára. Guðmundur Heiðar segir mikla áherslu lagða á skráningu og utanumhald ábendinga hjá fyrirtækinu.

„Svo eru þetta ábendingar, jú þetta eru kvartanir, en svo eru þetta líka hrós, tillögur og hugmyndir og við fögnum öllum þessum ábendingum því við teljum þetta gefa farþegunum rödd.“

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert