Þúsundir ábendinga berast Strætó árlega

200 milljónir króna kostar að grunnskólabörn fái frítt í strætó. …
200 milljónir króna kostar að grunnskólabörn fái frítt í strætó. Framkvæmdin gæti reynst þrautin þyngri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls bárust Strætó bs. 2.778 ábendingar frá farþegum á síðasta ári, flestar varðandi aksturslag, framkomu vagnstjóra og tímasetningar. 2.536 ábendingar bárust árið 2017 og 3.654 árið 2016.

Þetta kemur fram í svari Strætó við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins. „Flestar ábendingarnar eru um framkomu og aksturslag. Það finnst mér alveg ótrúlegt,“ segir hún.

„Það þarf að skoða þetta betur, en engu að síður eru þarna 3.654 ábendingar á einu ári. Það hlýtur að vera eitthvað að, mér finnst þetta alveg ótrúlega mikið. Það virðist þó sem vel sé tekið á þessu, en hve margir ætli séu í starfi við það?“ segir Kolbrún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fram kemur í svari Strætó að ábendingarnar berist ýmist með tölvupósti, í gengum ábendingaform á heimasíðu, í gegnum facebooksíðu Strætó, með símtali eða með gæðaúttekt eftirlitsmanna. Alla jafna fái viðskiptavinur svar við ábendingu sinni innan þriggja daga, en krefjist hún frekari úrlausnar sé málinu jafnan lokið innan tveggja vikna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert