Fótbrotnaði efst í Reykjadal

Slysið varð efst í Reykjadalnum, nálægt Ölkelduhálsi, og var óskað …
Slysið varð efst í Reykjadalnum, nálægt Ölkelduhálsi, og var óskað eftir aðstoð björgunarsveita til að koma hinum slasaða að sjúkrabíl sem síðan flutti viðkomandi á sjúkrahús. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út um fimmleytið í dag vegna einstaklings sem hafði fótbrotnað efst í Reykjadalnum, nálægt Ölkelduhálsi.

Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita þar sem óhappið átti sér stað ofarlega í dalnum. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg fóru tveir hópar björgunarsveitafólks frá Hveragerði og Selfossi á sexhjóli og aðstoðuðu sjúkraflutningamenn við að flytja viðkomandi að sjúkrabíl. 

Vel gekk að koma sjúklingnum á sexhjólið og verður hann fluttur að sjúkrabíl sem staðsettur er á Ölkelduhálsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert