Landinn á ferðinni

Landinn nýtir hvítasunnuna til þess að ferðast og njóta lífsins.
Landinn nýtir hvítasunnuna til þess að ferðast og njóta lífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikil bílaumferð hefur verið frá höfuðborginni í byrjun hvítasunnuhelgarinnar sem er fyrsta stóra ferðahelgi ársins.

Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Reykjavík, segir umferðina hafa gengið vel að því er best sé vitað. Hún hafi byrjað snemma og streymdu bifreiðar bæði austur og vestur úr borginni.

Að sögn Guðbrands virðist sem fólk hafi hætt fyrr í vinnu gær til þess að komast sem fyrst af stað út úr borginni. Það sé gott þegar umferðin dreifist. Bæjarhátíðin Kótelettan hófst á Selfossi í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert